Lesum fyrir börnin okkar Sverrir Norland skrifar 10. maí 2023 14:30 Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Bókmenntir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun