„Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 21:03 Sigurgeir saknar spjaldtölvunnar sinnar mjög að sögn föður hans sem biðlar til þess sem hefur hana að skila henni. Hér er hann með skólatöskuna sem var stolið. Ívar Pétur Hannesson Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. „Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
„Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson
Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira