Skilur borgarstjóri ekki rekstur Reykjavíkurborgar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:02 Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun