Bandarískur íþróttamaður reynir að flýja land grunaður um nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2023 12:23 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem karlmaðurinn reyndi síðast að komast úr landi í mars á neyðarvegabréfi. Vísir/Vilhelm Bandarískur karlmaður grunaður um nauðgun í ársbyrjun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið er nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Karlmaðurinn spilaði ruðning á Íslandi árið 2022. Bandaríkjamaðurinn er grunaður um gróft kynferðisbrot hér á landi aðfaranótt 2. janúar gegn konu sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Konan sótti manninn á Keflavíkurflugvöll á gamlársdag og vörðu þau tíma saman yfir áramótin. Fram kom í farbannsúrskurði yfir manninum að hann hefði að kvöldi nýársdags spurt hvort konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. „I think I killed her“ Konan sagði í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hefði þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu segist konan hafa óskað eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Keypti flugmiða í skyndi Aðalmeðferð í málinu hófst þann 21. apríl og var framhaldið þann 4. maí. Því má eiga von á dómi á næstu dögum eða vikum í málinu. Héraðssaksóknari, sem sækir málið, telur þörf á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi enda sé ljóst að vilji hans sé að komast úr landi. Fram kemur í gögnum málsins að Bandaríkjamaðurinn keypti flugmiða til Bandaríkjanna í skyndi þann 2. janúar. Samkvæmt framburði vitnis var hann á leiðinni á Keflavíkurflugvöll þegar hann gaf sig loks fram við lögreglu, sem hafði þá lýst eftir honum. Karlmaðurinn hefur að sögn lögreglu ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott, á sama tíma og hann átti miða til Póllands 9. janúar. Þá hefur hann staðfest að hann hafi engin sérstök tengsl við landið. Sex vikna ruðningsspil Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann þann 3. janúar í fjórar vikur. Farbannið var framlengt um fjórar vikur í tvígang. Karlmaðurinn reyndi þann 3. mars að yfirgefa landið þrátt fyrir farbann. Hafði hann þá pantað sér flug til Flórída og framvísaði neyðarvegabréfi í landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Hann var vistaður í biðklefa á vellinum grunaður um brot á farbanni. Hann gat eingöngu framvísað flugmiða til Bandaríkjanna en ekki til baka. Fram kemur í greinargerð héraðssaksóknara að karlmaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Einu tengslin við landið sé dvöl hans á Íslandi í sex vikur haustið 2022 þegar hann spilaði ruðning hér á landi. Bæði héraðsdómur og Landsréttur féllust á kröfu um gæsluvarðhald. Var meðal annars vísað til þess að enginn framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Uppfært klukkan 14:57 Í greinargerð lögreglu segir að karlmaðurinn hafi spilað knattspyrnu hér á landi í sex vikur árið 2022. Samkvæmt heimildum fréttastofu spilaði ruðning, amerískan fótbolta. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn er grunaður um gróft kynferðisbrot hér á landi aðfaranótt 2. janúar gegn konu sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Konan sótti manninn á Keflavíkurflugvöll á gamlársdag og vörðu þau tíma saman yfir áramótin. Fram kom í farbannsúrskurði yfir manninum að hann hefði að kvöldi nýársdags spurt hvort konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. „I think I killed her“ Konan sagði í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hefði þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu segist konan hafa óskað eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Keypti flugmiða í skyndi Aðalmeðferð í málinu hófst þann 21. apríl og var framhaldið þann 4. maí. Því má eiga von á dómi á næstu dögum eða vikum í málinu. Héraðssaksóknari, sem sækir málið, telur þörf á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi enda sé ljóst að vilji hans sé að komast úr landi. Fram kemur í gögnum málsins að Bandaríkjamaðurinn keypti flugmiða til Bandaríkjanna í skyndi þann 2. janúar. Samkvæmt framburði vitnis var hann á leiðinni á Keflavíkurflugvöll þegar hann gaf sig loks fram við lögreglu, sem hafði þá lýst eftir honum. Karlmaðurinn hefur að sögn lögreglu ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott, á sama tíma og hann átti miða til Póllands 9. janúar. Þá hefur hann staðfest að hann hafi engin sérstök tengsl við landið. Sex vikna ruðningsspil Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann þann 3. janúar í fjórar vikur. Farbannið var framlengt um fjórar vikur í tvígang. Karlmaðurinn reyndi þann 3. mars að yfirgefa landið þrátt fyrir farbann. Hafði hann þá pantað sér flug til Flórída og framvísaði neyðarvegabréfi í landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Hann var vistaður í biðklefa á vellinum grunaður um brot á farbanni. Hann gat eingöngu framvísað flugmiða til Bandaríkjanna en ekki til baka. Fram kemur í greinargerð héraðssaksóknara að karlmaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Einu tengslin við landið sé dvöl hans á Íslandi í sex vikur haustið 2022 þegar hann spilaði ruðning hér á landi. Bæði héraðsdómur og Landsréttur féllust á kröfu um gæsluvarðhald. Var meðal annars vísað til þess að enginn framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Uppfært klukkan 14:57 Í greinargerð lögreglu segir að karlmaðurinn hafi spilað knattspyrnu hér á landi í sex vikur árið 2022. Samkvæmt heimildum fréttastofu spilaði ruðning, amerískan fótbolta.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira