Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2023 13:10 Þorgerður Katrín segir að það megi vel vera að hún hafi sagt eitt og annað og gert, og Sjálfstæðismenn rýni nú ákaft í það en nú liggi fyrir upplýsingar sem sýni með óyggjandi hætti að hvalveiðar eru óverjanlegar. vísir/vilhelm/Egill Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga. Í þingsályktuninni var ályktað að veiðileyfi verði gefin út til fimm ára í senn og leyfilegur heildarafli verði eins og kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Nokkrir meðflutningsmanna sitja enn á þingi svo sem Jón Gunnarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og svo Þorgerður Katrín. Þorgerður hefur gagnrýnt veiðarnar harðlega að undanförnu. Hún segir að veiðarnar beri að stöðva umsvifalaust – þær séu siðlausar. Viðmælendur Vísir úr ranni stuðningsmanna hvalveiða hafa bent á að Þorgerður Katrín hafi ekki stöðvað veiðarnar þegar hún var sjávarútvegsráðherra 2017. Svandís vill stefna að banni Nýleg skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hafi hleypt miklu lífi í andstæðinga hvalveiða. En þar er greint frá því að tekið geti mislangan tíma að aflífa dýrin. Fjórðungur hvala líði verulegar þjáningar þegar þeir eru drepnir en samkvæmt lögum um velferð dýra eiga dráp á bráð að vera skjót og miða að því að dýrin þjáist sem minnst. Andrés Ingi Jónsson Pírati spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í fyrirspurnartíma í vikunni hver hennar sjónarmið í málinu væru, hvort skýrslan gæfi ekki tilefni til að stöðva þessar umdeildu veiðar? Svandís taldi ekki gerlegt að ógilda veiðileyfi sem gefin hafa verið út til Hvals hf. en helst var á henni að skilja að nú væri komið gott með hvalveiðarnar. Tímarnir hefðu breyst og ekki væri sjálfgefið að gefin yrðu út leyfi til hvalveiða í náinni og fyrirsjáanlegri framtíð. Samkvæmt heimildum Vísis gæti málið reynst ríkisstjórninni erfitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Fréttastofan hefur rætt við aðila innan ríkisstjórnarinnar sem telja fyrirliggjandi að stuðningur við veiðarnar sé ráðandi innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. Vinstri græn hafa hins vegar verið andsnúin veiðunum en langt í frá sjálfgefið að Svandís nái að stöðva hvalveiðar, þó hún hafi það á valdi sínum; það yrði í það minnsta ekki gert sátt og samlyndi við félaga hennar og samstarfsmenn í ríkistjórninni. Sem myndi enn auka þrýsting ríkisstjórnarsamstarfsins. Hvalveiðarnar reyna á þanþol ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín segir í samtali við Vísi að það kæmi sér ekki á óvart þó þetta reyndi á stjórnarsamstarfið. En á það hefur verið bent af pólitískum andstæðingum þínum að þú hafir stutt hvalveiðar á árum áður eins og áðurnefn tillaga til þingsályktunar segir til um? „Það getur vel verið að ég hafi sagt og gert eitt og annað. Sumt gott og annað ekki,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. En eftir að hafa kynnt sér málin til hlítar, nýjar niðurstöður vísindamanna til dæmis um hversu mikið hvalir gera til verndunar lífríkis og loftslag blasi við að hvalveiðar tilheyra fortíðinni. „Við erum með allt aðrar upplýsingar í dag en fyrir tíu til fimmtán árum,“ segir Þorgerður sem telur það forsenda vitsmuna að leyfa sér að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga. „Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að Sjálfstæðismenn eru að rýna mjög vel í það sem ég hef sagt og gert. Og það fer í taugarnar á þeim hversu eindregin ég er í skoðunum mínum í þessum efnum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún hvikar ekki frá því að telja hvalveiðar nú siðlausar og tilheyra grárri forneskju. Afar umdeilt hrefnuveiðibann í Faxaflóa Á það hefur einnig verið bent, í eyru blaðamanns, að Þorgerður Katrín hafi verið sjávarútvegsráðherra 2017 og þá hafi hún ekki stigið nein skref í þessa átt en Þorgerður Katrín heldur nú ekki. „Eitt mitt síðasta embættisverk, og varð nú til að allt sprakk í loft upp, var að banna hrefnuveiðar í Faxaflóa. Jón Gunnarsson og fleiri Sjálfstæðismenn voru ekki kátir með það.“ Þorgerður segir, fyrst menn eru í upprifjunarfasa, að þá megi minna á stærra mál sem hún vildi að væri rifjað oftar upp, þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eitt sinn að vegna hagsmuna Íslendinga yrði að taka upp Evru. „Nei, það er með ólíkindum að við skulum halda áfram þessum hvalveiðum miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrirliggjandi,“ segir Þorgerður Katrín og nefnir sem dæmi að menn séu ekki að stunda fílaveiðar eins og fyrir löngu. Sama máli gegni um hvalinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Í þingsályktuninni var ályktað að veiðileyfi verði gefin út til fimm ára í senn og leyfilegur heildarafli verði eins og kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Nokkrir meðflutningsmanna sitja enn á þingi svo sem Jón Gunnarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og svo Þorgerður Katrín. Þorgerður hefur gagnrýnt veiðarnar harðlega að undanförnu. Hún segir að veiðarnar beri að stöðva umsvifalaust – þær séu siðlausar. Viðmælendur Vísir úr ranni stuðningsmanna hvalveiða hafa bent á að Þorgerður Katrín hafi ekki stöðvað veiðarnar þegar hún var sjávarútvegsráðherra 2017. Svandís vill stefna að banni Nýleg skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hafi hleypt miklu lífi í andstæðinga hvalveiða. En þar er greint frá því að tekið geti mislangan tíma að aflífa dýrin. Fjórðungur hvala líði verulegar þjáningar þegar þeir eru drepnir en samkvæmt lögum um velferð dýra eiga dráp á bráð að vera skjót og miða að því að dýrin þjáist sem minnst. Andrés Ingi Jónsson Pírati spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í fyrirspurnartíma í vikunni hver hennar sjónarmið í málinu væru, hvort skýrslan gæfi ekki tilefni til að stöðva þessar umdeildu veiðar? Svandís taldi ekki gerlegt að ógilda veiðileyfi sem gefin hafa verið út til Hvals hf. en helst var á henni að skilja að nú væri komið gott með hvalveiðarnar. Tímarnir hefðu breyst og ekki væri sjálfgefið að gefin yrðu út leyfi til hvalveiða í náinni og fyrirsjáanlegri framtíð. Samkvæmt heimildum Vísis gæti málið reynst ríkisstjórninni erfitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Fréttastofan hefur rætt við aðila innan ríkisstjórnarinnar sem telja fyrirliggjandi að stuðningur við veiðarnar sé ráðandi innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. Vinstri græn hafa hins vegar verið andsnúin veiðunum en langt í frá sjálfgefið að Svandís nái að stöðva hvalveiðar, þó hún hafi það á valdi sínum; það yrði í það minnsta ekki gert sátt og samlyndi við félaga hennar og samstarfsmenn í ríkistjórninni. Sem myndi enn auka þrýsting ríkisstjórnarsamstarfsins. Hvalveiðarnar reyna á þanþol ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín segir í samtali við Vísi að það kæmi sér ekki á óvart þó þetta reyndi á stjórnarsamstarfið. En á það hefur verið bent af pólitískum andstæðingum þínum að þú hafir stutt hvalveiðar á árum áður eins og áðurnefn tillaga til þingsályktunar segir til um? „Það getur vel verið að ég hafi sagt og gert eitt og annað. Sumt gott og annað ekki,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. En eftir að hafa kynnt sér málin til hlítar, nýjar niðurstöður vísindamanna til dæmis um hversu mikið hvalir gera til verndunar lífríkis og loftslag blasi við að hvalveiðar tilheyra fortíðinni. „Við erum með allt aðrar upplýsingar í dag en fyrir tíu til fimmtán árum,“ segir Þorgerður sem telur það forsenda vitsmuna að leyfa sér að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga. „Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að Sjálfstæðismenn eru að rýna mjög vel í það sem ég hef sagt og gert. Og það fer í taugarnar á þeim hversu eindregin ég er í skoðunum mínum í þessum efnum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún hvikar ekki frá því að telja hvalveiðar nú siðlausar og tilheyra grárri forneskju. Afar umdeilt hrefnuveiðibann í Faxaflóa Á það hefur einnig verið bent, í eyru blaðamanns, að Þorgerður Katrín hafi verið sjávarútvegsráðherra 2017 og þá hafi hún ekki stigið nein skref í þessa átt en Þorgerður Katrín heldur nú ekki. „Eitt mitt síðasta embættisverk, og varð nú til að allt sprakk í loft upp, var að banna hrefnuveiðar í Faxaflóa. Jón Gunnarsson og fleiri Sjálfstæðismenn voru ekki kátir með það.“ Þorgerður segir, fyrst menn eru í upprifjunarfasa, að þá megi minna á stærra mál sem hún vildi að væri rifjað oftar upp, þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eitt sinn að vegna hagsmuna Íslendinga yrði að taka upp Evru. „Nei, það er með ólíkindum að við skulum halda áfram þessum hvalveiðum miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrirliggjandi,“ segir Þorgerður Katrín og nefnir sem dæmi að menn séu ekki að stunda fílaveiðar eins og fyrir löngu. Sama máli gegni um hvalinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21