Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 06:32 Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilhæfulausar uppflettingar í lyfjagátt. Það mál er þó ekki sama mál og það sem Persónuvernd er að skoða. Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið. Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið.
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent