Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 06:32 Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilhæfulausar uppflettingar í lyfjagátt. Það mál er þó ekki sama mál og það sem Persónuvernd er að skoða. Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið. Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið.
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira