Gündogan og Haaland komu City skrefi nær titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 14:57 Ilkay Gündogan og Erling Braut Haaland skoruðu mörk City í dag. Clive Brunskill/Getty Images Ilkay Gündogan og Erling Braut Haaland sáu um markaskorun Englandsmeistara Manchester City er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum náði City fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir. Eins og við var að búast voru gestirnir í Manchester City sterkari aðilinn í leik dagsins, en heimamenn komu sér þó í ágætis stöður í nokkur skipti í upphafi leiks án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það var svo Ilkay Gündogan sem varð fyrstur til að finna netmöskvana þegar hann tók snyrtilega við fyrirgjöf frá Riyad Mahrez og kom boltanum fram hjá Jordan Pickford í marki Everton með hálfgerðri bakfallsspyrnu á 37. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru gestirnir svo búnir að tvöfalda forystuna þegar Erling Braut Haaland stangaði fyrirgjöf áðurnefnds Gündogan í netið og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Gündogan var þó ekki hættur því hann bætti þriðja marki gestanna við snemma í síðari hálfleik beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 3-0. Eftir það róaðist leikurinn mjög og liðin virtust hægt og rólega sætta sig við niðurstöðuna. Lokatölur urðu því 3-0 og Manchester City er sem áður segir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir. Arsenal getur hins vegar minnkað muninn aftur niður í eitt stig með sigri gegn Brighton í dag, en þá hefur Arsenal leikið einum leik meira en Englandsmeistararnir. Everton situr 17. sæti deildarinnar með 32 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. FULL-TIME | 11 #PL wins in a row! 👊🔵 0-3 🐝 #ManCity pic.twitter.com/4lAAswg7Kk— Manchester City (@ManCity) May 14, 2023 Þá vann Brentford góðan 2-0 sigur gegn West Ham á sama tíma þar sem Bryan Mbeumo og Yoane Wissa sáu um markaskorun heimamanna. Brentford situr í níunda sæti deildarinnar með 53 stig eftir 36 leiki og heldur enn í veika Evrópudrauma, en West Ham situr í 15. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn
Ilkay Gündogan og Erling Braut Haaland sáu um markaskorun Englandsmeistara Manchester City er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum náði City fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir. Eins og við var að búast voru gestirnir í Manchester City sterkari aðilinn í leik dagsins, en heimamenn komu sér þó í ágætis stöður í nokkur skipti í upphafi leiks án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það var svo Ilkay Gündogan sem varð fyrstur til að finna netmöskvana þegar hann tók snyrtilega við fyrirgjöf frá Riyad Mahrez og kom boltanum fram hjá Jordan Pickford í marki Everton með hálfgerðri bakfallsspyrnu á 37. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru gestirnir svo búnir að tvöfalda forystuna þegar Erling Braut Haaland stangaði fyrirgjöf áðurnefnds Gündogan í netið og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Gündogan var þó ekki hættur því hann bætti þriðja marki gestanna við snemma í síðari hálfleik beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 3-0. Eftir það róaðist leikurinn mjög og liðin virtust hægt og rólega sætta sig við niðurstöðuna. Lokatölur urðu því 3-0 og Manchester City er sem áður segir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir. Arsenal getur hins vegar minnkað muninn aftur niður í eitt stig með sigri gegn Brighton í dag, en þá hefur Arsenal leikið einum leik meira en Englandsmeistararnir. Everton situr 17. sæti deildarinnar með 32 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. FULL-TIME | 11 #PL wins in a row! 👊🔵 0-3 🐝 #ManCity pic.twitter.com/4lAAswg7Kk— Manchester City (@ManCity) May 14, 2023 Þá vann Brentford góðan 2-0 sigur gegn West Ham á sama tíma þar sem Bryan Mbeumo og Yoane Wissa sáu um markaskorun heimamanna. Brentford situr í níunda sæti deildarinnar með 53 stig eftir 36 leiki og heldur enn í veika Evrópudrauma, en West Ham situr í 15. sæti með 37 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti