„Við viljum ekki fá að sjá þessar útskýringar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 11:42 Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, situr í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA. Stjórnarmaður í eftirlitsnefnd EFTA segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að svörum við úrskurðum nefndarinnar. Nefndin fundar með stjórnvöldum hér á landi í næsta mánuði. Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni. EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni.
EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27