Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 21:01 Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir utan Euroclub nú í vikunni, rétt áður en þau æfðu kraftmikið atriði sitt á klúbbnum. Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning