Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 12. maí 2023 23:06 Kate og Gerry McCann segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni. Myndin er tekin árið 2014, eftir réttarhöld gegn Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi Madeleine í Portúgal árið 2007. EPA/Mario Cruz Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. „Til hamingju með afmælið Madeleine. Ennþá týnd. Ennþá sárt saknað,“ segir í færslu sem birt er á Facebook-síðu sem foreldrar hennar hafa notað í árabil í tengslum við leitina að dóttur sinni. Í færslunni kemur fram að leitinni verði haldið áfram eins lengi og þess þarf. Þá fylgir með myndband sem gert var í tilefni afmælisins. „Við elskum þig og við erum að bíða eftir þér. Við munum aldrei gefast upp,“ segir í myndbandinu. Í því má sjá fjölmargar myndir af Madeleine sem og myndum sem teknar hafa verið í tengslum við leitina að henni. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Sextán ár síðan Madeleine hvarf Madeleine hvarf þann 3. maí árið 2007. Hún var þá stödd ásamt fjölskyldu sinni í Praia da Luz í Portúgal. Foreldrar Madeleine höfðu farið út að borða og skilið dóttur sína eftir í úbúð ásamt tveggja ára tvíburasystkinum sínum. Þegar móðir hennar kom til að kíkja á börnin var Madeleine horfin. Síðan þá hefur hennar verið leitað en án árangurs. Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar saksóknarar í Portúgal tilkynntu fyrir rúmu ári síðan að þýskur karlmaður lægi formlega undir grun í tengslum við hvarfið. Enginn hafði legið undir grun í málinu frá því foreldrar Madeleine lágu sjálf undir grun árið 2007. Christian Brueckner, þýski karlmaðurinn sem grunaður er um að tengjast hvarfinu, hefur neitað öllum ásökunum um slíkt. Madeleine McCann Bretland Portúgal Erlend sakamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira
„Til hamingju með afmælið Madeleine. Ennþá týnd. Ennþá sárt saknað,“ segir í færslu sem birt er á Facebook-síðu sem foreldrar hennar hafa notað í árabil í tengslum við leitina að dóttur sinni. Í færslunni kemur fram að leitinni verði haldið áfram eins lengi og þess þarf. Þá fylgir með myndband sem gert var í tilefni afmælisins. „Við elskum þig og við erum að bíða eftir þér. Við munum aldrei gefast upp,“ segir í myndbandinu. Í því má sjá fjölmargar myndir af Madeleine sem og myndum sem teknar hafa verið í tengslum við leitina að henni. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Sextán ár síðan Madeleine hvarf Madeleine hvarf þann 3. maí árið 2007. Hún var þá stödd ásamt fjölskyldu sinni í Praia da Luz í Portúgal. Foreldrar Madeleine höfðu farið út að borða og skilið dóttur sína eftir í úbúð ásamt tveggja ára tvíburasystkinum sínum. Þegar móðir hennar kom til að kíkja á börnin var Madeleine horfin. Síðan þá hefur hennar verið leitað en án árangurs. Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar saksóknarar í Portúgal tilkynntu fyrir rúmu ári síðan að þýskur karlmaður lægi formlega undir grun í tengslum við hvarfið. Enginn hafði legið undir grun í málinu frá því foreldrar Madeleine lágu sjálf undir grun árið 2007. Christian Brueckner, þýski karlmaðurinn sem grunaður er um að tengjast hvarfinu, hefur neitað öllum ásökunum um slíkt.
Madeleine McCann Bretland Portúgal Erlend sakamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira