Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 19:54 Björgunarsveitir nota meðal annars snjóbíl við leitina að hópnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira