Sömu laun fyrir sömu störf Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 15. maí 2023 13:00 Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun