Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun