Stoltur gestgjafi Helga Vala Helgadóttir skrifar 16. maí 2023 16:01 Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun