Horfast í augu við fordóma kirkjunnar gegn HIV smituðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 21:01 Séra Sigurvin segir að kirkjan þurfi að horfast í augu við fordómana og kalla misgjörðir réttum nöfnum. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun koma fram sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir urðu fyrir við upphaf faraldursins á níunda áratugnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus. Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus.
Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31