„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“ Íris Hauksdóttir skrifar 20. maí 2023 07:00 Jóhanna Vigdís Arnardóttir eða Hansa eins og hún er alltaf kölluð. Vísir/Vilhelm Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. „Ég vann algjörlega yfir mig,“ segir Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er alltaf kölluð, spurð um hvernig álagið hafi verið í leikhúsinu. „Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið eftir þessa miklu törn. Ég lék meira og minna sex til sjö sinnum í viku svo árum skipti og ég fann að kertið var að brenna hratt upp. Eftir að sýningum á Mary Poppins lauk tjékkaði ég mig svo að segja út og ákvað að venda kvæði mínu í kross.“ Tilbúin að stíga aftur inn á leiksviðið eftir fimm ára fjarlægð Í kjölfarið skráði Hansa sig nám og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016. Samhliða námi lék hún og söng í sýningunum Billy Elliot og Mamma Mía. Eftir útskrift tók hún við sem verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum Iðnaðarins og sinnti því starfi í fimm ár. „Ég sá þetta nám auglýst fyrir hálfgerða tilviljun og ákvað að skrá mig. Eins dásamlegt og það er að vinna í leikhúsinu var álagið orðið gífurlegt en eftir fimm ára fjarlægð er ég tilbúin að stíga aftur inn. Samstarfsfólkið er auðvitað yndislegt en ég hef aldrei saknað þeirrar týpu sem ég er þegar ég er á sviðinu.“ Þú ert frekar prívat manneskja? „Já ég verð að viðurkenna það. Ég aðskil mjög mitt einkalíf við vinnusviðið mitt. Ég hef enga þörf að deila mínu með almenning enda ekkert mikið til að frá að segja. Ég er ekki ein af þeim sem hef farið í meðferð og kann vel við það að skála með fólkinu mínu en það er samt ekkert vandamál. Það er einfaldlega ekkert krassandi að segja frá þegar kemur að mér.“ Hansa segist almennt ekki hafa mikla þörf fyrir að tjá sig um sitt einkalíf; ekki frá neinu krassandi að segja.Vísir/Vilhelm „Fannst ég vera að ljúgja og ekki áorka neinu" Synirnir tveir, 15 og 17 ára, hafa eðli málsins samkvæmt alist upp við að láta föður sinn syngja sig í svefn meðan móðir þeirra syngur sig inn í hug og hjörtu landsmanna á stóra sviðinu. Hún segir þá þó fyrir löngu vera búna að gefast upp á foreldrum sínum þegar kemur að samverustundum. „Þeir nenna ekkert að hanga lengur með okkur, en þegar þeir voru yngri sá pabbi þeirra nánast alfarið um að koma þeim í háttinn. Ég var aldrei heima. Það var því kærkomið að sinna níu til fimm vinnu um stund en staðreyndin var engu að síður sú að ég upplifði nýjar áskoranir. Það reyndi ekkert síður á mig í leikhlutverki að taka á þessu starfi en öðru þegar kom til dæmis að því að vera ekki alltaf sammála öllu sem þar fór fram. Ég þurfti oft að setja mig inn í ákveðið hlutverk til að framfylgja þeim stefnum sem þarna fóru fram. Það er vissulega endurtekning að vinna í leikhúsi en að skrifa sömu umsögnina um fjármálafrumvarp þriðja árið í röð er leiðigjarnt, vitandi að það er enn starfandi sama ríkistjórn og ekkert sem breytist. Mér fannst ég ekki bara vera að ljúga heldur ekki vera að áorka neinu. Ég sagði starfinu lausu í september síðastliðinn og en hafði í raun ekkert hugsað hvað tæki við eftir það.“ Ólíkt öllu sem ég hef leikið Verkið sem nefnist Eitruð lítil pilla verður frumsýnt í febrúar á næsta ári. Spurð hvernig það hafi komið til að taka við þessu nýja hlutverki segir Hansa þær Brynhildi Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra og Álfrúnu Örnólfsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, hafa sótt stíft á að fá sig í hlutverkið. „Ég stóð frekar fast á því að stíga ekki aftur á svið því ég saknaði þess ekki. Þrátt fyrir að hafa sinnt gjörólíku starfi í núna fimm ár fékk ég alltaf að fullnægja skemmtanaþörf minni með því að syngja, koma fram og veislustýra. Ég var alveg södd af leikhúsinu en þegar þær kynntu mig fyrir þessari hugmynd fann ég að þetta gæti verið gaman. Þetta er gjörsamlega ólíkt öllum þeim hlutverkum sem ég hef leikið mér og það er spennandi áskorun. Leikhópurinn er ungur og það finnst mér gleðilegt – að sjá listafólkið sem er að taka við vaxa og dafna.“ Hún kveðst hafa heillast af verkefninu.Vísir/Vilhelm „Mér fannst hún alltaf svo reið" Eitruð lítil pilla er rokksýningin byggir á tónlist Alanis Morissettee. Sjálf segist Hansa ekki hafa þekkt neitt til söngkonunnar. „Ég hafði rétt eins og flestir bara heyrt í henni í útvarpinu en ekki kynnt mér hana neitt. Mér fannst hún alltaf svo reið. Eftir að hafa lesið handritið kom það mér skemmtilega á óvart hvað þetta eru flott lög og allt svo current. Hún talar beint inn í okkar samtíma. Persónan sem ég leik er til að mynda hin fullkomna húsmóðir sem lendir í aftan á keyrslu og ánetjast í kjölfarið lyfjadópi. Maðurinn hennar vinnur alltof mikið og sonur hennar er á leiðinni í Harvard, allt er svo fínt á yfirborðinu en á bakvið leynast skuggar. Ég held að það verði hægt að gera þetta vel, sérstaklega með þennan hóp sem stendur að baki sýningarinnar. Lee Proud startaði náttúrulega þvílíkri söngleikjaöldu hér á landi og í kjölfarið hafa stígið fram ansi margir sem skora í „triple threat“ það er að segja þeir sem geta dansað, sungið og leikið. Í okkar tilfelli erum við fámennur hópur en munum vinna náið saman. Það er svo gaman að vinna þannig og fá verkið inn í DNA-ið sitt.“ Mary Poppins stendur alltaf upp úr Spurð að lokum hvort eitthvað verk standi upp úr á ferlinum segir Hansa ómögulegt að gera upp á milli barnanna sinna en verði hún þó að nefna Mary Poppins. „Þó ég kvarti undan álagi og hafi sagt skilið við sviðið á sínum tíma vegna þess hef ég haft gaman af hverri einustu sýningu sem ég hef sýnt. Mary Poppins stendur klárlega upp úr en þá er líka gaman að kúvendast yfir í allt aðra týpu sem hún Mary Jane sem ég leik í sýningunni Eitruð lítil pilla er. Það mun ögra mér á allt annan hátt með ólíkri tónlist og allt annarri raddbeytingu sem er bara spennandi.“ Hansa leikur allt annað hlutverk í nýju sýningunni heldur en hún gerði í Mary Poppins.Vísir/Vilhelm Leikhús Menning Tengdar fréttir Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 Jóhanna Vigdís í hópi nýrra starfsmanna Samtaka iðnaðarins Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins. 18. janúar 2017 08:47 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Ég vann algjörlega yfir mig,“ segir Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er alltaf kölluð, spurð um hvernig álagið hafi verið í leikhúsinu. „Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið eftir þessa miklu törn. Ég lék meira og minna sex til sjö sinnum í viku svo árum skipti og ég fann að kertið var að brenna hratt upp. Eftir að sýningum á Mary Poppins lauk tjékkaði ég mig svo að segja út og ákvað að venda kvæði mínu í kross.“ Tilbúin að stíga aftur inn á leiksviðið eftir fimm ára fjarlægð Í kjölfarið skráði Hansa sig nám og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016. Samhliða námi lék hún og söng í sýningunum Billy Elliot og Mamma Mía. Eftir útskrift tók hún við sem verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum Iðnaðarins og sinnti því starfi í fimm ár. „Ég sá þetta nám auglýst fyrir hálfgerða tilviljun og ákvað að skrá mig. Eins dásamlegt og það er að vinna í leikhúsinu var álagið orðið gífurlegt en eftir fimm ára fjarlægð er ég tilbúin að stíga aftur inn. Samstarfsfólkið er auðvitað yndislegt en ég hef aldrei saknað þeirrar týpu sem ég er þegar ég er á sviðinu.“ Þú ert frekar prívat manneskja? „Já ég verð að viðurkenna það. Ég aðskil mjög mitt einkalíf við vinnusviðið mitt. Ég hef enga þörf að deila mínu með almenning enda ekkert mikið til að frá að segja. Ég er ekki ein af þeim sem hef farið í meðferð og kann vel við það að skála með fólkinu mínu en það er samt ekkert vandamál. Það er einfaldlega ekkert krassandi að segja frá þegar kemur að mér.“ Hansa segist almennt ekki hafa mikla þörf fyrir að tjá sig um sitt einkalíf; ekki frá neinu krassandi að segja.Vísir/Vilhelm „Fannst ég vera að ljúgja og ekki áorka neinu" Synirnir tveir, 15 og 17 ára, hafa eðli málsins samkvæmt alist upp við að láta föður sinn syngja sig í svefn meðan móðir þeirra syngur sig inn í hug og hjörtu landsmanna á stóra sviðinu. Hún segir þá þó fyrir löngu vera búna að gefast upp á foreldrum sínum þegar kemur að samverustundum. „Þeir nenna ekkert að hanga lengur með okkur, en þegar þeir voru yngri sá pabbi þeirra nánast alfarið um að koma þeim í háttinn. Ég var aldrei heima. Það var því kærkomið að sinna níu til fimm vinnu um stund en staðreyndin var engu að síður sú að ég upplifði nýjar áskoranir. Það reyndi ekkert síður á mig í leikhlutverki að taka á þessu starfi en öðru þegar kom til dæmis að því að vera ekki alltaf sammála öllu sem þar fór fram. Ég þurfti oft að setja mig inn í ákveðið hlutverk til að framfylgja þeim stefnum sem þarna fóru fram. Það er vissulega endurtekning að vinna í leikhúsi en að skrifa sömu umsögnina um fjármálafrumvarp þriðja árið í röð er leiðigjarnt, vitandi að það er enn starfandi sama ríkistjórn og ekkert sem breytist. Mér fannst ég ekki bara vera að ljúga heldur ekki vera að áorka neinu. Ég sagði starfinu lausu í september síðastliðinn og en hafði í raun ekkert hugsað hvað tæki við eftir það.“ Ólíkt öllu sem ég hef leikið Verkið sem nefnist Eitruð lítil pilla verður frumsýnt í febrúar á næsta ári. Spurð hvernig það hafi komið til að taka við þessu nýja hlutverki segir Hansa þær Brynhildi Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra og Álfrúnu Örnólfsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, hafa sótt stíft á að fá sig í hlutverkið. „Ég stóð frekar fast á því að stíga ekki aftur á svið því ég saknaði þess ekki. Þrátt fyrir að hafa sinnt gjörólíku starfi í núna fimm ár fékk ég alltaf að fullnægja skemmtanaþörf minni með því að syngja, koma fram og veislustýra. Ég var alveg södd af leikhúsinu en þegar þær kynntu mig fyrir þessari hugmynd fann ég að þetta gæti verið gaman. Þetta er gjörsamlega ólíkt öllum þeim hlutverkum sem ég hef leikið mér og það er spennandi áskorun. Leikhópurinn er ungur og það finnst mér gleðilegt – að sjá listafólkið sem er að taka við vaxa og dafna.“ Hún kveðst hafa heillast af verkefninu.Vísir/Vilhelm „Mér fannst hún alltaf svo reið" Eitruð lítil pilla er rokksýningin byggir á tónlist Alanis Morissettee. Sjálf segist Hansa ekki hafa þekkt neitt til söngkonunnar. „Ég hafði rétt eins og flestir bara heyrt í henni í útvarpinu en ekki kynnt mér hana neitt. Mér fannst hún alltaf svo reið. Eftir að hafa lesið handritið kom það mér skemmtilega á óvart hvað þetta eru flott lög og allt svo current. Hún talar beint inn í okkar samtíma. Persónan sem ég leik er til að mynda hin fullkomna húsmóðir sem lendir í aftan á keyrslu og ánetjast í kjölfarið lyfjadópi. Maðurinn hennar vinnur alltof mikið og sonur hennar er á leiðinni í Harvard, allt er svo fínt á yfirborðinu en á bakvið leynast skuggar. Ég held að það verði hægt að gera þetta vel, sérstaklega með þennan hóp sem stendur að baki sýningarinnar. Lee Proud startaði náttúrulega þvílíkri söngleikjaöldu hér á landi og í kjölfarið hafa stígið fram ansi margir sem skora í „triple threat“ það er að segja þeir sem geta dansað, sungið og leikið. Í okkar tilfelli erum við fámennur hópur en munum vinna náið saman. Það er svo gaman að vinna þannig og fá verkið inn í DNA-ið sitt.“ Mary Poppins stendur alltaf upp úr Spurð að lokum hvort eitthvað verk standi upp úr á ferlinum segir Hansa ómögulegt að gera upp á milli barnanna sinna en verði hún þó að nefna Mary Poppins. „Þó ég kvarti undan álagi og hafi sagt skilið við sviðið á sínum tíma vegna þess hef ég haft gaman af hverri einustu sýningu sem ég hef sýnt. Mary Poppins stendur klárlega upp úr en þá er líka gaman að kúvendast yfir í allt aðra týpu sem hún Mary Jane sem ég leik í sýningunni Eitruð lítil pilla er. Það mun ögra mér á allt annan hátt með ólíkri tónlist og allt annarri raddbeytingu sem er bara spennandi.“ Hansa leikur allt annað hlutverk í nýju sýningunni heldur en hún gerði í Mary Poppins.Vísir/Vilhelm
Leikhús Menning Tengdar fréttir Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 Jóhanna Vigdís í hópi nýrra starfsmanna Samtaka iðnaðarins Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins. 18. janúar 2017 08:47 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00
Jóhanna Vigdís í hópi nýrra starfsmanna Samtaka iðnaðarins Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins. 18. janúar 2017 08:47