Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 10:44 Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð. Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira