Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 14:10 Sighvatur GK-57 er í eigu Vísis hf. og gerður út frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september. Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september.
Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38