Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn stóðu fyrir fjölskyldugöngu upp á Úlfarsfell klukkan 18 í gær og komu þjóðþekktir tónlistarmenn fram á sviði sem sett hafði verið upp við Stórahnúk. Salka Sól, Helgi Björns og reiðmenn vindanna voru meðal tónlistarmanna. Mikill fjöldi var á svæðinu og fólk lét vonda veðrið ekki stoppa sig.
Eins og fyrr segir tók forsetinn sjálfur lagið og hægt er að sjá flutninginn hér að neðan.