Að skilja engan eftir? Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 20. maí 2023 15:00 Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árni Múli Jónasson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun