„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 21:04 Þórarinn Eyfjörð er varaformaður BSRB segir að verkfallsaðgerðir séu versta niðurstaða sem hægt sé að hugsa sér í samningaviðræðum. Vísir/Ívar Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Sjá meira
Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Sjá meira