Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 22:28 Árásin átti sér stað í október 2015. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira