Úrslitaeinvígið blasir við Denver Nuggets Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 09:30 LeBron James verst gegn Nikola Jokic í leiknum í Los Angeles í nótt. Vísir/Getty Denver Nuggets er komið í afar góða stöðu gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA eftir sigur í þriðja leik liðanna í Los Angeles í nótt. Denver leiðir 3-0 í einvíginu. Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor. NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor.
NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira