Fyrirtæki án raftækja? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 22. maí 2023 13:00 Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun