Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2023 23:46 Rússnesku þorpin hafa áður orðið fyrir eldflaugarárásum. Úkraínumenn hafa ávallt þvertekið fyrir árásirnar. Stringer/Anadolu Agency/Getty Images) Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira