Fresta læknisheimsóknum og leysa ekki út lyf vegna kostnaðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 14:01 Aðgengi öryrkja að heilbrigðisþjónustu hefur versnað síðan árið 2015 þegar síðasta stóra könnun var gerð. Vísir/Vilhelm Ný könnun Félagsvísindastofnunar sýnir að læknis og lyfjakostnaður sé mörgum öryrkjum um megn. Prófessor í félagsfræði segir að staðan hafi versnað síðan árið 2015. Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira