Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 22:05 Maðurinn endaði á að henda bókinni eftir Hugleik í ruslið til að binda enda á vandræðin. Skjáskot/Vimeo/SVT Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. „Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því. Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
„Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því.
Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira