Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 10:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir nauðsynlegt að ríkið og vinnumarkaðurinn stígi upp í baráttunni við verðbólgu og verðbólguvæntingar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira