Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í orð jafnréttismálaráðherrans Marie Bjerre.
Eins og staðan er í dag þurfa stúlkur á aldrinum fimmtán til sautján ára að sækjast eftir samþykki foreldra áður en gengist er undir þungunarrof.
„Þungunarrof getur framkallað ólíkar tilfinningar, sektarkennd og skömm. „Það getur verið niðurlægjandi og haft miklar afleiðingar í för með sér að þurfa að biðja um samþykki foreldra ef maður er yngri en átján ára,“ segir Bjerre. „Þessu viljum við breyta svo að ungar konur geti sjálfar valið hvort þær vilji aðkomu foreldra.“
Bjerre segir ennfremur að ætlunin með breytingunni sé að samræma við samræðisaldur.
Abort kan være forbundet med mange følelser, skyld og skam. Det kan være ydmygende og have store konsekvenser at skulle bede om forældresamtykke, når man er under 18 år. Det ønsker vi at gøre op med, så de unge mennesker selv kan vælge, om de vil inddrage forældrene.
— Marie Bjerre (@marie_bjerre) May 24, 2023
Úr íslenskum lögum um þungunarrof:
5. gr. Heimild til þungunarrofs hjá stúlku sem er ólögráða fyrir æsku sakir.
Heimilt er að rjúfa þungun samkvæmt ákvæðum laga þessara hjá stúlku sem er ólögráða fyrir æsku sakir, að hennar beiðni, án samþykkis foreldra eða forráðamanna. Í tengslum við þungunarrof skal henni boðin fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir.