Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2023 10:02 Fangelsisgangurinn í Hegningarhúsinu var eina svæðið þar sem fangar gátu haft ofan af fyrir sér þegar þeir dvöldu ekki í klefum sínum. Bragi Þór Jósefsson Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. Ljósmyndirnar sem Bragi tók birtust í grein Heimsmyndar í marsmánuði 1988 en í greininni var fjallað um ástandið í fangelsismálum á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Bragi að það hafi verið mjög áhugavert að eyða heilum degi innan fangelsismúranna, þvælast um allt og mynda vistarverur fanga og fangavarða, vinnustaði fanga og fleira. „Það var lagt blátt bann við að mynda fanga á Litla-Hrauni en á Skólavörðustíg mátti ég mynda fanga en einungis baksvipi. Þetta var eftirminnilegt verkefni en eftirminnilegast var þó þegar ég var á vappi um fangaganginn á Litla-Hrauni og heyri þá nafnið mitt kallað og þegar ég sný mér við er þar kominn leikfélagi úr æsku sem ég hafði ekki séð eða heyrt neitt af í næstum tuttugu ár! Við heilsuðumst vel en ég kunni nú ekki við að spyrja fyrir hvað hann sæti inni. Ég hef ekki séð hann eða heyrt af síðan.“ Nöturlegar aðstæður en góður andi Þau fangelsi sem á þessum tíma voru starfrækt voru Litla-Hraun, sem rúmaði fimmtíu og sex fanga, Kvíabryggja, sem rúmaði ellefu, og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, sem rúmaði tuttugu og tvo. Auk þess voru sex fangarými á Akureyri, og þrettán klefar fyrir gæsluvarðhaldsfanga í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík. Ekkert kvennafangelsi var starfrækt, en kvenfangar höfðu til þessa verið vistaðir í Bitru í Hraungerðishreppi, og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hér má sjá klefaganginn á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson „Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er til að mynda orðið hundrað og fjórtán ára gamalt, og á því hafa litlar sem engar breytingar orðið frá upphafi. Fangaklefarnir eru þröngir og dimmir, þar eru engar sameiginlegar vistarverur fyrir fangana, og vinnuaðstaða starfsfólksins með ólíkindum. Fangelsisgangurinn, sem er bæði þröngur og illa lýstur, er eina svæðið þar sem fangar geta haft ofan af fyrir sér þegar þeir dvelja ekki í klefum sínum, en samkvæmt fangelsisreglum er föngum heimilt að hafa samneyti hver við annan á tilteknum tímum sólarhrings, að undanskildum þeim sem eru í einangrun," ritaði Ólína Þorvarðardóttir blaðamaður sem heimsótti fangelsin ásamt Braga. Þvottahúsið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Ólína tók fram að þrátt fyrir þetta ríkti góður andi í fangelsinu. „Inni í nöturlegum klefunum, þar sem veggskreytingarnar voru nokkur plaköt og ef til vill ljósmyndir, sátu menn undir þykkum múrveggjum, við birtu frá litlum gluggum með rimlum fyrir, og spiluðu eða spjölluðu saman. Þeir létu vel af starfsfólkinu og umönnuninni.“ Fangelsisgangurinn í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Hvað varðar aðstæðurnar á Litla Hrauni lýsti Ólína upplifun sinni meðal annars þannig: „Þótt húsnæðið á Litla-Hrauni sé að sprengja allt utan af sér, er það þó álit margra að fangelsið sé of stórt. Ekki í þeim skilningi að vanþörf sé á fangarýmum, heldur vegna þess að þar ægi öllu saman, fangarnir séu of margir í samfélagi hver við annan. Ungir afbrotamenn eru þar innan um forherta síbrotamenn, geðsjúkir innan um andlega heilbrigða, og aðstaða engin til að aðskilja þessa hópa eða taka tillit til mismunandi þarfa." Útisvæðið við Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson Hér má sjá einn af fangaklefunum í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Litla Hraun að utanverðu.Bragi Þór Jósefsson Þvottahúsið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Fangaklefi á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Fangi í klefa sínum í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Fangaklefi í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Eldamennska í eldhúsinu á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson Fangar í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Klefi á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Rammgirt útivistarsvæðið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hér má sjá einangrunarklefa á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Úr klefa á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson Fangelsismál Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Ljósmyndirnar sem Bragi tók birtust í grein Heimsmyndar í marsmánuði 1988 en í greininni var fjallað um ástandið í fangelsismálum á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Bragi að það hafi verið mjög áhugavert að eyða heilum degi innan fangelsismúranna, þvælast um allt og mynda vistarverur fanga og fangavarða, vinnustaði fanga og fleira. „Það var lagt blátt bann við að mynda fanga á Litla-Hrauni en á Skólavörðustíg mátti ég mynda fanga en einungis baksvipi. Þetta var eftirminnilegt verkefni en eftirminnilegast var þó þegar ég var á vappi um fangaganginn á Litla-Hrauni og heyri þá nafnið mitt kallað og þegar ég sný mér við er þar kominn leikfélagi úr æsku sem ég hafði ekki séð eða heyrt neitt af í næstum tuttugu ár! Við heilsuðumst vel en ég kunni nú ekki við að spyrja fyrir hvað hann sæti inni. Ég hef ekki séð hann eða heyrt af síðan.“ Nöturlegar aðstæður en góður andi Þau fangelsi sem á þessum tíma voru starfrækt voru Litla-Hraun, sem rúmaði fimmtíu og sex fanga, Kvíabryggja, sem rúmaði ellefu, og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, sem rúmaði tuttugu og tvo. Auk þess voru sex fangarými á Akureyri, og þrettán klefar fyrir gæsluvarðhaldsfanga í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík. Ekkert kvennafangelsi var starfrækt, en kvenfangar höfðu til þessa verið vistaðir í Bitru í Hraungerðishreppi, og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hér má sjá klefaganginn á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson „Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er til að mynda orðið hundrað og fjórtán ára gamalt, og á því hafa litlar sem engar breytingar orðið frá upphafi. Fangaklefarnir eru þröngir og dimmir, þar eru engar sameiginlegar vistarverur fyrir fangana, og vinnuaðstaða starfsfólksins með ólíkindum. Fangelsisgangurinn, sem er bæði þröngur og illa lýstur, er eina svæðið þar sem fangar geta haft ofan af fyrir sér þegar þeir dvelja ekki í klefum sínum, en samkvæmt fangelsisreglum er föngum heimilt að hafa samneyti hver við annan á tilteknum tímum sólarhrings, að undanskildum þeim sem eru í einangrun," ritaði Ólína Þorvarðardóttir blaðamaður sem heimsótti fangelsin ásamt Braga. Þvottahúsið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Ólína tók fram að þrátt fyrir þetta ríkti góður andi í fangelsinu. „Inni í nöturlegum klefunum, þar sem veggskreytingarnar voru nokkur plaköt og ef til vill ljósmyndir, sátu menn undir þykkum múrveggjum, við birtu frá litlum gluggum með rimlum fyrir, og spiluðu eða spjölluðu saman. Þeir létu vel af starfsfólkinu og umönnuninni.“ Fangelsisgangurinn í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Hvað varðar aðstæðurnar á Litla Hrauni lýsti Ólína upplifun sinni meðal annars þannig: „Þótt húsnæðið á Litla-Hrauni sé að sprengja allt utan af sér, er það þó álit margra að fangelsið sé of stórt. Ekki í þeim skilningi að vanþörf sé á fangarýmum, heldur vegna þess að þar ægi öllu saman, fangarnir séu of margir í samfélagi hver við annan. Ungir afbrotamenn eru þar innan um forherta síbrotamenn, geðsjúkir innan um andlega heilbrigða, og aðstaða engin til að aðskilja þessa hópa eða taka tillit til mismunandi þarfa." Útisvæðið við Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson Hér má sjá einn af fangaklefunum í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Litla Hraun að utanverðu.Bragi Þór Jósefsson Þvottahúsið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Fangaklefi á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Fangi í klefa sínum í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Fangaklefi í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Eldamennska í eldhúsinu á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson Fangar í Hegningarhúsinu.Bragi Þór Jósefsson Klefi á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Rammgirt útivistarsvæðið á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hér má sjá einangrunarklefa á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Úr klefa á Litla Hrauni.Bragi Þór Jósefsson Hegningarhúsið.Bragi Þór Jósefsson
Fangelsismál Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira