„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 15:15 Þórskonur spila í Subway deildinni næsta vetur og leikmannamálin eru að skýrast. @thormflkvk Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur. Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira