Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 11:32 Arndís Anna hefur óskað eftir nánari upplýsingum um vopnakaup lögreglunnar vegna leiðtogafundarins í Hörpu. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira