Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:33 Um 250 börn dvelja í sumarbúðunum í Reykjadal á sumrin. Reykjadalur Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal
Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent