„Litlir hundar sem gelta hátt“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 23:15 Höskuldur með boltann í leiknum í kvöld. Hulda Margrét „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira