Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:32 Dominykas Milka gæti verið aftur á leið til Keflavíkur. Visir/ Diego Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. „Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32