Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2023 12:04 Hressir og skemmtilegir strákar eru í Drengjakór Reykjavíkur, sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja Aðsend Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook
Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira