Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 09:41 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar. Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar.
Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira