Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Guðrún Njálsdóttir skrifar 4. júní 2023 12:00 Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun