Hvert fer útsvarið mitt? Sandra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar