36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 12:35 Lágafellslaug, paradís margra barnafjölskyldna og fólks sem kann að meta innrauða saunu, er lokuð frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26