Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júní 2023 17:49 Katrín Jakobsdóttir segir einhug vera meðal ríkisstjórnarinnar um málið. Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira