Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júní 2023 17:49 Katrín Jakobsdóttir segir einhug vera meðal ríkisstjórnarinnar um málið. Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira