Búsetufrelsi – Hver erum við? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 18:01 Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun