Pabbi Haalands harðlega gagnrýndur fyrir að flytja í skattaparadísina Sviss: „Mjög taktlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2023 14:00 Haaland-feðgarnir með enska meistarabikarinn. getty/Michael Regan Sú ákvörðun Alf-Inges Haaland, föður Erlings Haaland, að flytja til Sviss hefur verið harðlega gagnrýnd í Noregi, meðal annars af stjórnmálamönnum þar í landi. Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira