Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Atli Ísleifsson skrifar 6. júní 2023 09:38 Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Stöð 2 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, mætti í sett kvöldfrétta Stöðvar 2 í gærkvöldi til að ræða kjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga og yfirstandandi verkfallsaðgerðir. Fram kom í gær að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að BSRB hafi hafnað góðu tilboði frá þeim sem innifeli meðal annars 50 til 60 þúsund króna hækkun á lægstu launum. Sjá má viðtalið við Þórarinn í spilaranum að neðan og hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar. BSRB hafnaði samningnum sem Starfsgreinasambandið samdi um á sínum tíma og missti þar með af þriggja mánaða launahækkun sem þá stóð til boða. Er sanngjarnt að krefjast þessarar afturvirkni núna? Misstuð þið ekki bara af lestinni? Þórarinn segir að hér þurfi stutta söguskýringu. „Aðfararnótt 9. mars 2020, þá var hamfaranótt hjá ríkissáttasemjara sem tókst að halda utan um alla samninga sem verið var að ganga frá þá þar sem covid-bylgjan var að skella á landið. Það sem gerðist þarna um nóttina var að það var gengið frá öllum kjarasamningum, meira og minna. Það urðu mistök, ekki bara í þessu nánasta umhverfi sem við erum í núna, heldur líka í öðru. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem gerast mistök við frágang samninga. Þá hafa samningsaðilar tekið málin upp og afgreitt þau. Því miður þá hefur það ekki tekist ennþá að búa til það jafnvægi, þá sátt, sem við þurfum til að klára þetta mál því ég hef enga trú á því að sambandið hafi viljað á sínum tíma viljað búa til stöðu að það sé hluti starfsmanna sem er með lægri launum en hinn helmingurinn. Það stríðir gegn öllum lögmálum um launagreiðslur á vinnumarkaði. Við viljum það auðvitað heldur ekki. Við höfum því komið með hugmyndir til að leiðrétta þetta og ná þeirri sáttagjörð og jafnvægi aftur til þess að fólk fái sanngjörn laun miðað við starfsfélaga sína,“ segir Þórarinn. Erfitt fordæmi? En það breytir ekki þeirri staðreynd að þarna eruð þið að biðja um afturvirkni á samningi þegar annar samningur var í gildi. Þetta gæti orðið erfitt fordæmi að þið fáið afturvirkni þó annar samningur sé í gildi. Hvað ef önnur félög rísa upp og vilja líka afturvirkni þó annar samningur sé í gildi. Skiljið þið stöðuna? „Að sjálfsögðu. Enda erum við ekki að biðja um afturvirkni. Það er því miður þannig að þessi hugtakanotkun hefur ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Það sem við erum að segja: Ef við myndum biðja um afturvirkni þá erum við að tala um endurgreiðslur allra launa frá 1. janúar til loka marsmánaðar. Við erum ekki að biðja um það. Við segjum: Þetta var ástand sem við ætluðum aldrei í. Þetta eru mistök. Það held ég að við getum sameiginlega tekið ábyrgð á því þar sem við vorum að berjast við covid-drauginn á þessum tíma sem var að byrja,“ segir Þórarinn. Svo mistökin eru líka ykkar megin. Gefið þið einhvern afslátt? „Að sjálfsögðu. Vegna þess að afturvirkni myndi þýða allt annað og allt aðrar upphæðir heldur en sú hugmynd sem við erum með á borðinu, sem er eingreiðsla upp á 128 þúsund sem í stóra samhenginu er ekki stór fjárhæð fyrir svona stóran vinnuveitenda en er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar launafólk, fyrir félagsmenn okkar.“ Og þetta setjið þið sem algera forsendu fyrir því að skrifa undir samning? „Ja, þetta er það sem okkar fólk, það brennur á þeirra skinni núna. Þetta ójafnrétti, þetta misrétti sem er í gangi. Við þurfum að bera þá stærð til að geta stigið fram og leiðrétt þetta,“ segir Þórarinn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. 5. júní 2023 20:36 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, mætti í sett kvöldfrétta Stöðvar 2 í gærkvöldi til að ræða kjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga og yfirstandandi verkfallsaðgerðir. Fram kom í gær að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að BSRB hafi hafnað góðu tilboði frá þeim sem innifeli meðal annars 50 til 60 þúsund króna hækkun á lægstu launum. Sjá má viðtalið við Þórarinn í spilaranum að neðan og hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar. BSRB hafnaði samningnum sem Starfsgreinasambandið samdi um á sínum tíma og missti þar með af þriggja mánaða launahækkun sem þá stóð til boða. Er sanngjarnt að krefjast þessarar afturvirkni núna? Misstuð þið ekki bara af lestinni? Þórarinn segir að hér þurfi stutta söguskýringu. „Aðfararnótt 9. mars 2020, þá var hamfaranótt hjá ríkissáttasemjara sem tókst að halda utan um alla samninga sem verið var að ganga frá þá þar sem covid-bylgjan var að skella á landið. Það sem gerðist þarna um nóttina var að það var gengið frá öllum kjarasamningum, meira og minna. Það urðu mistök, ekki bara í þessu nánasta umhverfi sem við erum í núna, heldur líka í öðru. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem gerast mistök við frágang samninga. Þá hafa samningsaðilar tekið málin upp og afgreitt þau. Því miður þá hefur það ekki tekist ennþá að búa til það jafnvægi, þá sátt, sem við þurfum til að klára þetta mál því ég hef enga trú á því að sambandið hafi viljað á sínum tíma viljað búa til stöðu að það sé hluti starfsmanna sem er með lægri launum en hinn helmingurinn. Það stríðir gegn öllum lögmálum um launagreiðslur á vinnumarkaði. Við viljum það auðvitað heldur ekki. Við höfum því komið með hugmyndir til að leiðrétta þetta og ná þeirri sáttagjörð og jafnvægi aftur til þess að fólk fái sanngjörn laun miðað við starfsfélaga sína,“ segir Þórarinn. Erfitt fordæmi? En það breytir ekki þeirri staðreynd að þarna eruð þið að biðja um afturvirkni á samningi þegar annar samningur var í gildi. Þetta gæti orðið erfitt fordæmi að þið fáið afturvirkni þó annar samningur sé í gildi. Hvað ef önnur félög rísa upp og vilja líka afturvirkni þó annar samningur sé í gildi. Skiljið þið stöðuna? „Að sjálfsögðu. Enda erum við ekki að biðja um afturvirkni. Það er því miður þannig að þessi hugtakanotkun hefur ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Það sem við erum að segja: Ef við myndum biðja um afturvirkni þá erum við að tala um endurgreiðslur allra launa frá 1. janúar til loka marsmánaðar. Við erum ekki að biðja um það. Við segjum: Þetta var ástand sem við ætluðum aldrei í. Þetta eru mistök. Það held ég að við getum sameiginlega tekið ábyrgð á því þar sem við vorum að berjast við covid-drauginn á þessum tíma sem var að byrja,“ segir Þórarinn. Svo mistökin eru líka ykkar megin. Gefið þið einhvern afslátt? „Að sjálfsögðu. Vegna þess að afturvirkni myndi þýða allt annað og allt aðrar upphæðir heldur en sú hugmynd sem við erum með á borðinu, sem er eingreiðsla upp á 128 þúsund sem í stóra samhenginu er ekki stór fjárhæð fyrir svona stóran vinnuveitenda en er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar launafólk, fyrir félagsmenn okkar.“ Og þetta setjið þið sem algera forsendu fyrir því að skrifa undir samning? „Ja, þetta er það sem okkar fólk, það brennur á þeirra skinni núna. Þetta ójafnrétti, þetta misrétti sem er í gangi. Við þurfum að bera þá stærð til að geta stigið fram og leiðrétt þetta,“ segir Þórarinn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. 5. júní 2023 20:36 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. 5. júní 2023 20:36
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35