„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2023 10:56 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til fundar í Karphúsinu um tíuleytið í morgun. Aðilar beggja fylkinga voru svartsýnir í aðdraganda fundarins. „Því miður þá held ég að við séum enn á erfiðum stað. En við erum að sjálfsögðu tilbúin í áframhaldandi samtal,“ sagði Inga Rún í samtali við Heimi Má Pétursson. Formenn og varaformenn hjá BSRB hafa lýst mistökum sem hafi orðið til í flýti í upphafi kórónuveirufaraldursins. Þau hafi ekki verið með ákvæði sem Starfsgreinasambandið var með í sínum samningi um að ef laun hækkuðu á almennum markaði þá fengu þau samsvarandi hækkun í janúar. Inga segir málið ekki svo einfalt. „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði. Vissulega var mikill erill þetta síðasta kvöld þegar samningar voru undirritaðir. En þetta var ekki nýtt tilboð sem kom fram þetta kvöld. Það hafði legið á borðinu í sex mánuði. Við eigum tölvupóstssamskipti sem við getum sýnt að við vorum að reyna að telja þeim hughvarf fram á síðustu stundu. En þau höfnuðu þessu tilboði og kröfðust þess að fá styttri samning sem var án launahækkunar frá 1. janúar.“ Hún segir miklu muna í að fallast á 128 þúsund krónu eingreiðslukröfu BSRB. „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er milljarður sem þessi eingreiðsla kostar. Þar sem hún er tilhæfulaus þá eru engin rök fyrir því að þetta fari ekki á alla okkar viðsemjendur sem voru í sömu stöðu.“ Telji BSRB sig svikna þá eigi þau að leita álits dómstóla. „Við höfum marghvatt þau til að fara með þetta mál fyrir dóm telji þau á sér brotið. Við munum að sjálfsögðu hlýta niðurstöðu dóms. Við höfum líka boðið þeim gríðarlega góðan samning þar sem við erum að lyfta lægstu laununum. Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu í dag skiptir það verulegu máli. Okkur finnst þessum peningum betur varið í það að lyfta lægstu launum en að setja í eingreiðslu sem er fullkomlega tilhæfulaus.“ Inga Rún segir að í framhaldinu, þegar niðurstaða fæst í viðræður við BSRB, verði reynt að samræma samninga stéttarfélaga þar sem fólk vinni sömu störf. „Það er mjög óheppilegt þegar stéttarfélög sem eru að semja um sömu störf séu ekki saman við samningaborðið svo hægt sé að samstilla samninga fullkomlega. Við erum í samtali við Starfsgreinasambandið jafnhliða þessum viðræðum við BSRB. Það er okkar markmið að ná þessari samstillingu núna frá 1. apríl.“ Verkfallsaðgerðir BSRB hafa meðal annars áhrif á starf um sjötíu leikskóla í 29 sveitarfélögum. Á fjórða tug sundlauga eru lokaðar og íþróttaæfingar liggja niðri víða þar sem íþróttahús eru lokuð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til fundar í Karphúsinu um tíuleytið í morgun. Aðilar beggja fylkinga voru svartsýnir í aðdraganda fundarins. „Því miður þá held ég að við séum enn á erfiðum stað. En við erum að sjálfsögðu tilbúin í áframhaldandi samtal,“ sagði Inga Rún í samtali við Heimi Má Pétursson. Formenn og varaformenn hjá BSRB hafa lýst mistökum sem hafi orðið til í flýti í upphafi kórónuveirufaraldursins. Þau hafi ekki verið með ákvæði sem Starfsgreinasambandið var með í sínum samningi um að ef laun hækkuðu á almennum markaði þá fengu þau samsvarandi hækkun í janúar. Inga segir málið ekki svo einfalt. „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði. Vissulega var mikill erill þetta síðasta kvöld þegar samningar voru undirritaðir. En þetta var ekki nýtt tilboð sem kom fram þetta kvöld. Það hafði legið á borðinu í sex mánuði. Við eigum tölvupóstssamskipti sem við getum sýnt að við vorum að reyna að telja þeim hughvarf fram á síðustu stundu. En þau höfnuðu þessu tilboði og kröfðust þess að fá styttri samning sem var án launahækkunar frá 1. janúar.“ Hún segir miklu muna í að fallast á 128 þúsund krónu eingreiðslukröfu BSRB. „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er milljarður sem þessi eingreiðsla kostar. Þar sem hún er tilhæfulaus þá eru engin rök fyrir því að þetta fari ekki á alla okkar viðsemjendur sem voru í sömu stöðu.“ Telji BSRB sig svikna þá eigi þau að leita álits dómstóla. „Við höfum marghvatt þau til að fara með þetta mál fyrir dóm telji þau á sér brotið. Við munum að sjálfsögðu hlýta niðurstöðu dóms. Við höfum líka boðið þeim gríðarlega góðan samning þar sem við erum að lyfta lægstu laununum. Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu í dag skiptir það verulegu máli. Okkur finnst þessum peningum betur varið í það að lyfta lægstu launum en að setja í eingreiðslu sem er fullkomlega tilhæfulaus.“ Inga Rún segir að í framhaldinu, þegar niðurstaða fæst í viðræður við BSRB, verði reynt að samræma samninga stéttarfélaga þar sem fólk vinni sömu störf. „Það er mjög óheppilegt þegar stéttarfélög sem eru að semja um sömu störf séu ekki saman við samningaborðið svo hægt sé að samstilla samninga fullkomlega. Við erum í samtali við Starfsgreinasambandið jafnhliða þessum viðræðum við BSRB. Það er okkar markmið að ná þessari samstillingu núna frá 1. apríl.“ Verkfallsaðgerðir BSRB hafa meðal annars áhrif á starf um sjötíu leikskóla í 29 sveitarfélögum. Á fjórða tug sundlauga eru lokaðar og íþróttaæfingar liggja niðri víða þar sem íþróttahús eru lokuð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35