Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 22:51 Mæður í Hveragerði ákváðu að boða til mótmæla til að koma hreyfingu á viðræður BSRB og SÍS. Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa. Þær þekktust ekkert fyrir verkföllinn en eftir að verkföllin hófust þann 15. maí og drógust á langinn rann þeim blóðið til skyldunnar og ákváðu að þær þyrftu að gera eitthvað sjálfar til að koma hreyfingu á málið með mótmælum. Þær eru sammála um að fólk sem starfar á leikskólum sé algjörlega ómissandi og að starfsfólkið þurfi að fá sanngjörn laun. Þær vilja senda Sambandi íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð; SÍS verði að semja við starfsfólk BSRB án tafar. Farið var ítarlega yfir stöðuna í kjaradeilu BSRB og SÍS í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt er við mæðurnar í lok innslagsins. Fréttastofa hitti mæðurnar þrjár og allan barnahópinn þeirra í Hveragerði í dag. Þær segja verkföllin hafa haft gríðarlega mikil og margvísleg áhrif á þeirra daglega líf. „Ég er til dæmis í veikindaleyfi en annars er ég starfsmaður. Ég er heima en ég þarf að sækja námskeið sem ég verð að fara á en það eru aðrir foreldrar sem eru með þrjú börn en börnin eru ekki að komast á sama tíma þannig að þetta hefur áhrif á alla,“ segir Ester María Ragnarsdóttir sem er ein þeirra sem boðar til mótmælanna. Kvenréttinda- og jafnréttismál „Maðurinn minn er að vinna í Reykjavík og kemur heim hálf sjö, sjö þannig að ég bara sé um þetta því ég er í fæðingarorlofi með þennan sex mánaða,“ segir Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir og horfir á litla drenginn sinn en hún á einnig þrjú eldri börn. „Mér finnst þetta bara vera svolítið kvenréttinda- og jafnréttismál. Og leikskólarnir eru það og við viljum hafa ánægt starfsfólk og það skiptir okkur bara rosalega miklu máli að þetta sé í lagi. Ég er ekki vön því að mótmæla, og þetta er ekki líkt mér, en þetta er bara komið gott!“ segir Astrid og Ester María tekur undir með henni. „Bið fengum nóg af því að tala og ætlum núna bara að gera.“ Erla Þórdís Traustadóttir bendir á að samningsleysið komi líka niður á börnunum sem vilji komast í leikskólann sinn. „Þetta er óþægilegt fyrir hana.“ Hún segir að stelpan sín borði minna heima hjá sér en á leikskólanum. Rútínan og hvíldin á leikskólanum skipti miklu máli. „Og það er náttúrulega aðallega það, börn þrífast svo mikið á rútínu.“ Svekktur vegna sundnámskeiðs sem ekkert varð af Hinn átta ára gamli Egill Thor Snævarsson er frekar súr yfir því að þurfa að missa af sundnámskeiði sem hann hafði hlakkað mikið til að fara á með litlu systur sinni. „Mig langaði á sundnámskeiðið en það var verkfall,“ segir Egill. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Hveragerði Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Þær þekktust ekkert fyrir verkföllinn en eftir að verkföllin hófust þann 15. maí og drógust á langinn rann þeim blóðið til skyldunnar og ákváðu að þær þyrftu að gera eitthvað sjálfar til að koma hreyfingu á málið með mótmælum. Þær eru sammála um að fólk sem starfar á leikskólum sé algjörlega ómissandi og að starfsfólkið þurfi að fá sanngjörn laun. Þær vilja senda Sambandi íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð; SÍS verði að semja við starfsfólk BSRB án tafar. Farið var ítarlega yfir stöðuna í kjaradeilu BSRB og SÍS í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt er við mæðurnar í lok innslagsins. Fréttastofa hitti mæðurnar þrjár og allan barnahópinn þeirra í Hveragerði í dag. Þær segja verkföllin hafa haft gríðarlega mikil og margvísleg áhrif á þeirra daglega líf. „Ég er til dæmis í veikindaleyfi en annars er ég starfsmaður. Ég er heima en ég þarf að sækja námskeið sem ég verð að fara á en það eru aðrir foreldrar sem eru með þrjú börn en börnin eru ekki að komast á sama tíma þannig að þetta hefur áhrif á alla,“ segir Ester María Ragnarsdóttir sem er ein þeirra sem boðar til mótmælanna. Kvenréttinda- og jafnréttismál „Maðurinn minn er að vinna í Reykjavík og kemur heim hálf sjö, sjö þannig að ég bara sé um þetta því ég er í fæðingarorlofi með þennan sex mánaða,“ segir Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir og horfir á litla drenginn sinn en hún á einnig þrjú eldri börn. „Mér finnst þetta bara vera svolítið kvenréttinda- og jafnréttismál. Og leikskólarnir eru það og við viljum hafa ánægt starfsfólk og það skiptir okkur bara rosalega miklu máli að þetta sé í lagi. Ég er ekki vön því að mótmæla, og þetta er ekki líkt mér, en þetta er bara komið gott!“ segir Astrid og Ester María tekur undir með henni. „Bið fengum nóg af því að tala og ætlum núna bara að gera.“ Erla Þórdís Traustadóttir bendir á að samningsleysið komi líka niður á börnunum sem vilji komast í leikskólann sinn. „Þetta er óþægilegt fyrir hana.“ Hún segir að stelpan sín borði minna heima hjá sér en á leikskólanum. Rútínan og hvíldin á leikskólanum skipti miklu máli. „Og það er náttúrulega aðallega það, börn þrífast svo mikið á rútínu.“ Svekktur vegna sundnámskeiðs sem ekkert varð af Hinn átta ára gamli Egill Thor Snævarsson er frekar súr yfir því að þurfa að missa af sundnámskeiði sem hann hafði hlakkað mikið til að fara á með litlu systur sinni. „Mig langaði á sundnámskeiðið en það var verkfall,“ segir Egill.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Hveragerði Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11