„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2023 12:06 Astrid Jóhanna, Ester María og Erla Þórdís voru ánægðar með mætinguna í dag. Vísir/Vilhelm Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum. Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Sjá meira
Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent