Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins Indriði Ingi Stefánsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lífeyrissjóðir Píratar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar