„Geðveikir“ starfsmenn Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 10:59 Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun