Í lýsingu eignarinnar á fasteginavef Vísi kemur fram að aðalhæðin er um 102 fermetrar að stærð með tveimur samliggjandi stofum, endurnýjuðu eldhúsi og borðstofu þar sem er útgengt í snyrtilegan og vel gróinn garð. Samtals eru fjögur svefnbergi og baðherbergi í húsinu.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Fjárfestar eigendur hússins
Fjórir fjársterkir aðilar eiga fasteignina í gegnum félagið Wings Capital hf. Annars helmlingurinn er í eigu hjónanna Davíðs Mássonar og Lilju Ragnhildar Einarsdóttur en hinn í eigu Halldórs Hafsteinssonar og Sigurlaugar Hafsteinsdóttur. Öll hafa verið áberandi í fjárfestingum undanfarin ár, hótel- og veitingarektri.
Davíð og Halldór áttu stóra hluti í Arctic Adventures en seldu hluti sína til Stoða í apríl síðastliðnum.






Fréttin hefur verið uppfærð.